Innlent

Harpa hlýtur USITT byggingarlistaverðlaun

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Eldborg þykir standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða.
Eldborg þykir standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða. Harpa
Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, hlaut á dögunum byggingarlistaverðun United States Institute of Theatre Technology en verðlaunin eru veitt fyrir mikla verðleika hússins. Arkitektar Hörpu hlutu einnig viðurkenningu ásamt Artec, nú ARUP, hljómburðarhönnuðum hússins.

Niðurstaða dómnefndar USITT er byggð á framúrskarandi hljómburði í Hörpu og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða. „Dómnefnd telur jafnframt minni sali eins og Norðurljós tilvalinn sal fyrir kammertónleika og uppistand en Silfurberg vel sniðinn fyrir rafmagnaða tónleika. Fjölbreytt úrval rýma sem húsið hefur upp á að bjóða, ríkulegur tækjakostur og framúrskarandi starfslið, geri Hörpu að óviðjafnanlegum valkosti,“ segir í tilkynningu.

USITT var stofnað árið 1960 til að koma af stað samtali og stuðla að miðlun þekkingar meðal leikhúshönnuða og tækna. Harpa var einnig nýlega valin ein af tíu fremstu byggingum heims á sviði hönnunar af tímaritinu Architechtural Digest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×