Innlent

Þurftu að reiða fram 50 sígarettukarton til að komast um Súesskurðinn

Gissur Sigurðsson skrifar
Siglingin um þennan skurð, Súesskurðinn, var ævintýraleg.
Siglingin um þennan skurð, Súesskurðinn, var ævintýraleg. Vísir/Getty
Togararnir Breki og Páll Pálsson, sem eru á heimleið frá Kína þar sem þeir voru smíðaðir, eru nú komnir inn á Miðjarðarhafið eftir ævintýralega siglingu um Súesskurðinn.

Magnús Ríkharðsson skipstjóri á Breka segir í viðtali við fréttavefinn Eyjar.net að þar hafi spilltir embættismenn verið á hverju strái og heimtað mútur fyrir öll viðvik. Gjaldmiðillinn í þessum viðskiptum hafi verið Malboro-sígarettukarton.

Á þessari stuttu siglinu hafi skipverjarnir horft á eftir að minnsta kosti 50 kartonum ofan í vasa spilltra embættismanna, sem hótuðu að hefta, eða tefja för þeirra öðrum kosti. Togararnir eru nú miðja vegu á milli Möltu og Krítar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×