Innlent

Blaut vika framundan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það væri ekki vitlaust að hafa pollagallan við höndina næstu daga.
Það væri ekki vitlaust að hafa pollagallan við höndina næstu daga. Vísir/ernir

Veðurstofan áætlar að norðlægir loftstraumar muni leika um Ísland í dag og eitthvað inn í vikuna. Þeim munu fylgja rigning eða súld á láglendi norðaustan- og austanlands, en snjókoma til fjalla. Þó verður léttskýjað á Suður- og Vesturlandi framanaf degi. Það styttir svo smám saman upp norðaustantil síðdegis, en þá munu taka við skúrir sunnanlands.

Hitinn í dag verður frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands, upp í 10 stig suðvestantil að deginum.

„Smálægð grefur um sig fyrir sunnan land í dag. Það þýðir að ský hrannast upp á himinn sunnalands síðdegis og búast má við rigningarskúrum sem verða áfram viðloðandi næstu daga,“ segir veðurfræðingur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s um landið norðanvert, skýjað og lítilsháttar snjókoma eða rigning. Hiti 0 til 4 stig. Hægari austlæg átt sunnantil, skúrir og hiti 4 til 8 stig.

Á fimmtudag og föstudag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og skúrir eða él á stöku stað. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Á sunnudag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.