Erlent

Sér Loftslagssjóði fyrir fjárframlögum fyrir hönd Bandaríkjanna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þrátt fyrir ákvörðun Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu ætlar Bloomberg að borga í Loftslagssjóð Sameinuðu þjóðanna.
Þrátt fyrir ákvörðun Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu ætlar Bloomberg að borga í Loftslagssjóð Sameinuðu þjóðanna. Vísir/afp
Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur skrifað ávísun upp á 4,5 milljónir dollara, sem nemur um 450 milljónum íslenskra króna, til handa Loftslagssjóði Sameinuðu þjóðanna.

Það gerir hann vegna ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu.

Í byrjun júnímánaðar 2017 tilkynnti Donald Trump að hann hefði ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

Bloomberg segir í viðtali við fréttastofu CBS að hann bindi þó vonir sínar við að Bandaríkjaforseti skipti um skoðun að ári liðnu og fullgildi Parísarsamninginn. Ef ekki tekst að telja Trump hughvarf hyggst Bloomberg sjá sjóðnum fyrir fjármagni fyrir hönd Bandaríkjanna.

Fjármagnið sem rennur til Loftslagssjóðs Sameinuðu þjóðanna kemur frá góðgerðasamtökunum Bloomberg Philanthropies sem Bloomberg stofnaði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×