Erlent

Elsta manneskja í heimi látin

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Tajima þegar hún var skráð elst allra.
Tajima þegar hún var skráð elst allra.
Nabi Tajima, elsta manneskja í heimi, lést í dag á spítala á Kikaijima eyjunni í Japan. Hún var 117 ára en hún fæddist 4. ágúst árið 1900. Tajima er þriðja elsta manneskja sögunnar og eignaðist yfir 160 afkomendur. Reuters greinir frá.

Landa hennar, Chiyo Miyako, er nú elsta manneskja jarðar en hún er 116 ára. Elsti lifandi karlmaðurinn er einnig frá Japan en það er hinn 112 ára Masazo Nonaka. Nonaka segir lykilinn að langlífinu vera kökuát og böð.

Lífslíkur eru hæstar í Japan eða 80.98 ár fyrir karlmenn og 87.14 ár fyrir konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×