Erlent

Forsíður bresku blaðanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsíður nokkurra blaða í morgun.
Forsíður nokkurra blaða í morgun.
Forsíður blaðanna í Bretlandi nú í morgun þóttu margar hverjar hárbeittar. Á flestum þeirra er fjallað um sigur David Cameron og Íhaldsflokksins af hlutlausum hátt, en á öðrum er ekki hikað við að taka afstöðu með niðurstöðum kosninganna.

Þá eru aðrir sem sýna kosningunum minni áhuga en hinir.

Daily Mirror líst ekki vel á blikuna næstu fimm árin.
Forsíða Daily Mirror þykir þó hvað beittust. Efst á henni stendur: „Condemned again...“ eða „Fordæmd aftur...“ Á síðunni sem er svört stendur svo stórum hvítum stöfum: „Five more damned years“ eða „Fimm fjandans ár í viðbót“

Daily Star fer aðra leið og er stærsta frétt þeirra um að einhver hafi orðið fyrir áreiti á kjörstað. Þá birta þeir mynd af fáklæddri Michelle Keegan.

Independent fjallar um að Cameron taki nú við stjórn sundraðs konungsveldis. Þjóðarflokkurinn í Skotlandi, sem er hliðhollur því að Skotland slíti sig frá Bretlandi náði 56 mönnum á þing af 59 mögulegum.

Daily Mail styður Íhaldsflokkinn.
Hjá Daily Mail virðast menn vera ánægðir með sigur Íhaldsflokksins. Á forsíðu blaðsins stendur stórum stöfum: „Hallelujah! Britain votes for sanity“ eða „Hallelujah! Bretland kýs andlegt heilbrigði.“


Tengdar fréttir

Sturgeon stefnir í lykilstöðu

Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag.

Barist um náð drottningar í Bretlandi

David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld.

Bretar kjósa til þings

Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×