Viðskipti innlent

Vélmennið NAO dansaði fyrir gesti UTmessunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
UTMessan 2016 hófst í Hörpu í dag og stendur þar til annað kvöld. Um er að ræða einn stærsta viðburð ársins í tölvugeiranum sem haldinn hefur verið árlega frá árinu 2011.

Á heimasíðu viðburðarins kemur fram að tilgangurinn sé ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein sé orðin hér á landi. Á UTmessuna mæti öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taki þátt með einum eða öðrum hætti. Þannig sé fólk hvatt til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og þar sést svart á hvítu að allir hafa möguleika á að starfa í tölvugeiranum. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum.

Að neðan má sjá vélmennið NAO dansa fyrir gesti messunnar.

Kaupa þurfti sig inn á viðburðinn í dag en á morgun er aðgangur opinn öllum og ókeypis. Opið verður frá 10-17.


Tengdar fréttir

DUST 514 orrusta í Hörpu

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP efnir til orrustu í Norðurljósasal Hörpu dagana 8. til 9. febrúar. Þar gefst gestum tækifæri á að prófa nýjustu afurð fyrirtækisins, skotleikinn DUST 514, sem nýlega var gerður aðgengilegur almenningi í svokallaðri Beta prufuútgáfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×