Enski boltinn

Mourinho með Ferdinand í sigtinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferdinand varð sex sinnum enskur meistari með Manchester United.
Ferdinand varð sex sinnum enskur meistari með Manchester United. vísir/getty
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur José Mourinho, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, áhuga á að fá Rio Ferdinand inn í þjálfarateymi sitt á Old Trafford.

Rui Faria og Silvino Louro munu fylgja Mourinho til United en þeir hafa unnið með honum í mörg ár. Mourinho vill þó hafa menn sem þekkja innviði Manchester United með sér í þjálfarateyminu og horfir þar til Ferdinand sem lék í 12 ár með liðinu.

Mourinho vill einnig halda Ryan Giggs en óvíst er hvaða hlutverk hjá félaginu honum verður boðið.

Ferdinand, sem er 37 ára, lagði skóna á hilluna í fyrra eftir stutt stopp hjá QPR. Síðan þá hefur hann unnið í sjónvarpi ásamt því að taka þjálfaragráður.


Tengdar fréttir

United-mennirnir sáu um mörkin hjá Englendingum í kvöld

England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en þetta var síðasti landsleikur Englendinga áður en Roy Hodgson sker hópinn niður um þrjá og velur þá 23 sem fara á Evrópumótið í Frakklandi.

Mourinho: Er mættur hingað til að vinna

Jose Mourinho, nýráðinn stjóri Manchester United, er spenntur fyrir komandi tímum hjá félaginu. Portúgalski stjórinn getur ekki beðið eftir að komast út á æfingarvöllinn og byrja að vinna með liðinu, en hann segist vera stoltur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×