Erlent

Merkel segir Pútín að kosningarnar verði hunsaðar

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Merkel og Pútín áttu símafund um kosningarnar í gær.
Merkel og Pútín áttu símafund um kosningarnar í gær. Vísir/AFP
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur tilkynnt Vladimír Pútín forseta Rússlands að fyrirhugaðar kosningar í austurhluta Úkraínu séu ólögmætar og verði virtar að vettugi af leiðtogum helstu ríkja Evrópu.

Kosningarnar hafa verið boðaðar í héruðunum Donetsk og Luhansk á morgun en tilgangur kosninganna er að kjósa leiðtoga í þessum héruðum. Merkel kanslari Þýskalands og Pútín áttu símafund með Francois Hollande Frakklandsforseta og Petro Poroshenko, forseta Úkraínu, í gær þar sem Merkel kom þessum skilaboðum á framfæri.

Meira en 3.700 manns hafa látist í átökum í austurhluta Úkraínu á þessu ári þar sem uppreisnarmenn freista þess að sameinast Rússlandi. Vopnahlé hefur verið í gildi frá því í september en það hefur verið rofið nokkrum sinnum. Bernadette Meehan talsmaður öryggisráðs Hvíta hússins sagði í gær að Bandaríkjastjórn myndi ekki virða niðurstöður kosninganna á morgun, að því er Reuters greinir frá. Hún sagði jafnframt að Bandaríkjastjórn hefði varað Rússa við því að nota kosningarnar í Donetks og Luhansk sem einhvers konar réttlætingu fyrir því að flytja rússneskar hersveitir að nýju inn í austurhluta Úkraínu en Rússar hafa að nýju fært hersveitir sínar að landamærunum við Úkraínu á þeim svæðum sem eru undir stjórn uppreisnarmanna.




Tengdar fréttir

Evrópusinnaðir flokkar stærstir

Útgönguspár benda til þess að flokkur Petrós Porósjenkó, forseta Úkraínu, verði stærsti flokkurinn á þingi.

Porosjenkó og Pútín funda í næstu viku

Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, mun funda með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í næstu viku en þeir hafa gert ráð fyrir því að hittast í Mílanó.

Þingkosningar í Úkraínu í dag

Forseti landsins, Petro Porshenko, boðaði til kosninga vegna þeirrar ólgu og átaka sem verið hafa í landinu á árinu.

Pútín kallar hersveitir til baka frá Úkraínu

Pútín hefur tvisvar áður lofað því að kalla hersveitir sínar til baka en NATO og Bandaríkjamenn sögðu í bæði skiptin enga hermenn hafa snúið aftur til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×