Innlent

Íslenskir neytendur fá ekki að velja: Skortur á lífrænu kjöti

Erla Hlynsdóttir skrifar
Oddný Anna Björnsdóttir er í framkvæmdanefnd Samtaka lífrænna neytenda.
Oddný Anna Björnsdóttir er í framkvæmdanefnd Samtaka lífrænna neytenda.
Hvorki er hægt að kaupa lífrænt kjúklingakjöt né lífrænt svínakjöt af á Íslandi. Sáralítið framboð er af eggjum úr lífrænni framleiðslu en um 85% eggja sem seld eru á Íslandi koma frá verksmiðjum sem hafa hænur í búrum.

Þetta kom fram í erindi Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, sem situr í framkvæmdanefnd Samtaka lífrænna neytenda, á málþingi um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnað sem haldið var í Norræna húsinu í gær.

Oddný segir íslenska neytendur nánast ekki hafa neitt val þegar kemur að lífrænum búfjárafurðum. Framboðið er einna mest af lambakjöti sem fæst í lífrænum sérverslunum, á bændamörkuðum og hefur einstaka sinnum sést í stórmörkuðum.



Mikið hefur verið fjallað um aðbúnað búfjár á Íslandi að undanförnu og virðist sem einskonar vakning sé að eiga sér stað meðal neytenda sem vilja í auknum mæli kaupa vörur af dýrum sem ekki eru alin í verksmiðjubúskap. Framboðið er hins vegar afar lítið enn sem komið er. Aðeins tvö sláturhús á landinu eru vottuð til móttöku á lífrænu sláturfé, á Blönduósi og á Hvammstanga.

Þegar staðan í heild sinni er metin hér á landi hvað varðar lífræna framleiðslu er úrvalið afar takmarkað, fáir framleiðendur eru á markaðnum og lítil nýliðun.

Oddný segir að ef neytendur tækju við sér og færu í auknum mæli að kaupa lífrænar vörur yrði strax skortur á þeim í landinu, vegna þess hve lítið af þeim er á boðstólnum.

Ein af ástæðum þessa er, að mati Oddnýjar, sú að Íslendingar hafa í gegn um tíðina gert litlar kröfur til framleiðenda þegar kemur að velferð dýra. Hún segist ítrekað hafa orðið vör við að fólk lifi í þeirri blekkingu að hér á landi gangi búfénaður almennt frjáls og telur hún ímynd íslenska fjallalambsins vera blekkingarmynd sem verksmiðjubúin lifi á. Vegna þessa hefur nánast enginn þrýstingur myndast á að bjóða lífrænt vottaðar afurðir.

Erfitt hefur verið að finna upplýsingar um hvar hægt er að kaupa lífrænar búvörur. Oddný birti því í gær samantekt á búum og fyrirtækjum sem bjóða upp á þær.



VALKOSTIR NEYTENDA - LÍFRÆNAR AFURÐIR:



Lambakjöt

Mælifellsá í Skagafirði, Árdal í Kelduhverfi, Brekkulæk í Miðfirði, Miðhrauni II á Snæfellsnesi og Skaftholti í Gnúpverjahreppi.

Sauðfjárbýlið Selvogsgata er í lífrænni aðlögun.

Mjög takmarkað magn sem eingöngu fæst í lífrænum sérverslunum og á bændamörkuðum / „beint frá bónda"

Þess er að vænta að minnst þrjú önnur býli hefji lífræna aðlögun sauðfjár í sumar.

Nautakjöt

Finnastaðir í Eyjafjarðasveit, Búland í Rangárvallasýslu, Skaftholt og Neðri-Háls

Mjög takmarkað magn sem eingöngu fæst í lífrænum sérverslunum og á bændamörkuðum / „beint frá bónda"

Svínakjöt

Neytendur verða að kaupa „beint frá bónda" ef þeir vilja ekki verksmiðjuframleitt svínakjöt

Um 90% svínakjöts hér á landi kemur frá þremur verksmiðjubúum.

Kjúklingakjöt

Nánast allt kjúklingakjöt á Íslandi kemur frá verksmiðjubúum.

Hægt er að fá svokallaðan vistvænan kjúkling frá Brúneggjum sem býr við betri skilyrði en verksmiðjualinn kjúklingur, en uppfyllir þó ekki skilyrði um lífræna ræktun



Egg

Sáralítið framboð er af lífrænum eggjum. Þau bú sem þau framleiða eru Sólheimar í Grímsnesi og Skaftholt í Gnjúpverjahreppi

Örlítið magn kemur frá svokölluðum landnámshænum sem búa við mjög góðan aðbúnað

Tæp 15 prósent koma frá „frjálsum" hænum en aðferðafræðin tilheyrir verksmiðjubúskap.

Þau egg sem þar um ræðir eru Brúnegg, Hamingjuegg (Nesbú), Omega 3 egg (Stjörnuegg) og egg frá Gerði ehf.

Mjólk og mjólkurafurðir

Hægt er að kaupa lífræna gerilsneydda, ófitusprengda mjólk í lítra umbúðum frá MS í sérverslunum og flestum stórmörkuðum. Mjólkin kemur frá Neðri-Hálsi í Kjós.

BioBú framleiðir lífræna jógúrt, skyr, rjóma, smjör og ís úr mjólk frá Neðri-Hálsi, Búlandi í Austur Landeyjum og Finnastöðum í Eyjafjarðasveit.

Skaftholt framleiðir einnig lífræna mjólk, gerilsneyðir hana og framleiðir eigin ost.

Heimild: Oddný Anna Björnsdóttir- „Aðgangur að lífrænum dýraafurðum" - erindi á málþingi um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnað


Tengdar fréttir

Kúabú sektað fyrir brot á dýraverndarlögum

Kúabú á Norðurlandi hefur verið sektað um 50 þúsund krónur að vanrækja að tryggja kúnum á búinu lögbundna átta vikna útiveru yfir árið. Matvælastofnun Íslands kærði níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglum um nautgripahald og lög um dýravernd. Kærurnar voru lagðar fram til lögregluembætta víðs vegar um landið í lok nóvember þar sem rökstuddur grunur var um að níu kúabú hefðu vanrækt að tryggja kúnum lögbundna útiveru. Rannsókn stendur enn yfir í sex málanna en rannsókn er ekki hafin í einu þeirra.

Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras

Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur.

Vill ákvæði um dýravernd í stjórnarskrá Íslands

Dýravernd er fyrir borð borin og setja þarf ákvæði í stjórnarskrá til að tryggja velferð dýra á Íslandi. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd

Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær.

Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar

Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni.

Halinn klipptur af stressuðum grísum

Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra.

Neytendasamtökin fordæma slæma meðferð á dýrum

„Neytendasamtökin telja með öllu óeðlilegt að svín séu gelt án deyfingar og kýr látnar vera inni allan sólarhringinn allan ársins hring svo dæmi séu tekin. Jafnframt er ástæða til að minna á að við státum okkur af því að hér á landi sé stundaður landbúnaður sem sé til fyrirmyndar og sem við getum verið stolt af. Þau dæmi sem fram hafa komið í fjölmiðlum benda þó síður en svo til þess.“

Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda

Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Matfugl svarar neytendum: Enginn fugl í búri

„Hluti neytenda gerir kröfu til þess að geta keypt ómeðhöndlaðar kjúklingabringur meðan aðrir neytendur kjósa að geta fengið safaríkari kjúkling sem inniheldur viðbætt vatn. Við því hefur Matfugl brugðist með að bjóða uppá hvorutveggja. Sem dæmi um það þá framleiðum við kjúklingabringur sem innihalda ekkert viðbætt vatn undir vörumerkjunum Ali og Ferskir kjúklingar. Í öllum tilfellum þar sem vatni er bætt í vörur frá okkur kemur það fram á innihaldslýsingu. " Þetta kemur fram í svari Matfugls til áhugafólks um velferð dýra sem hefur á Facebook-síðu Matfugls óskað eftir upplýsingum um aðbúnað kjúklinga í búum fyrirtækisins. Þá óskuðu umræddir neytendur einnig eftir myndum sem teknar eru í kjúklingabúunum, og hefur Matfugl einnig orðið við því. Myndirnar má sjá hér. http://www.flickr.com/photos/61660020@N07/ Sumir vilja vita sem minnst Ekki hafa þó allir neytendur áhuga á aðbúnaði þeirra dýra sem það síðar neytir. Þannig segir Þorstína Sigurjónsdóttir. „Myndi manni líða betur með að vita að það sem er á diski manns, hafi verið haft sem gæludýr og síðan drepið ? Það hefði verið drepið hvort sem var. Fólk þarf að gera upp við sig hvort það vilji vera grænmetisætur eða ekki. Það er ekkert fagurt við það að ala eitthvað eingöngu með það í huga að drepa það síðan, en svona er það nú samt. Það er ekki heldur vel farið með fiskana í sjónum. Á meðan ég er ekki grænmetisæta, vil ég sem minnst vita um aðbúnað dýra sem ég kýs að borða og ekki myndi ég vilja koma inní sláturhús heldur," segir hún á síðunni. Enginn fugl í búri Í svari Matfugls til neytenda kemur fram að starfsfólk á þeim bænum fagni sýndum áhuga á starfseminni; „Jafnframt viljum við mótmæla tilhæfulausum ásökunum um slæma meðferð á dýrum." Þá er bent á að starfsreglur alifuglaræktar á Íslandi eru settar af Landbúnaðarráðuneytinu og að öll bú eru tekin reglulega út á vegum Matvælastofnunar. „Starfsmenn Matfugls hafa frá upphafi lagt metnað sinn í það að hafa aðbúnað dýranna á búum sínum eins góðan og kostur er í nútíma landbúnaði. Sem dæmi um það hafa dýralæknar verið í fullu starfi hjá okkur frá árinu 1999 og hefur þeirra hlutverk verið að stýra gæðum framleiðslunnar og huga að velferð dýranna. Allur búnaður á búunum er af fullkomnustu gerð og enginn fugl hjá okkur hefur nokkru sinni verið alinn í búrum heldur fá þeir að valsa um húsin að vild," segir í svarinu. Of kalt úti Þeir neytendur sem leituðu eftir upplýsingum frá Matfugli höfðu einnig sérstakan áhuga á vistvænni framleiðslu. „Kjúklingaframleiðsla á Íslandi er nálægt því að vera vistvæn. Það eina sem vantar upp á er að fuglarnir geta ekki gengið inn og út úr húsum. Ástæður fyrir því eru aðallega tvær; annarsvegar að á Íslandi er of kalt fyrir fuglinn til að þrífast utandyra en kjörhitastig í kjúklingaeldi er á bilinu 21-31°C og hins vegar strangar heilbrigðiskröfur varðandi campylobakter til verndar neytendum, en fugl sem gengur úti er oftar en ekki sýktur af campylobakter. Af þessum sökum er ekki í boði að selja ferskan „free range" kjúkling á Íslandi þó að það tíðkist erlendis enda eru heilbrigðiskröfur ekki eins strangar þar," segir í svari Matfugls.

Starfshópur fer yfir málefni svínaræktar

Afskipti fjármálastofnana af svínabúum á landinu hafa verið hroðaleg og haft mjög slæm áhrif á greinina. Þetta segir Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra. Hann hefur skipað starfshóp sem á að fara yfir málefni svínaræktar svo sem út frá dýravernd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×