Erlent

Hryðjuverkahótanir á Østerbro

visir/epa
Hryðjuverkum hefur ítrekað verið hótað í Østerbro í Kaupmannahöfn að undanförnu. Yfir tugur hótunarbréfa hafa borist síðustu vikur, flest þeirra skilin eftir inni í Krudttønd­en-miðstöðinni, þar sem fimmtugur kvikmyndagerðarmaður var skotinn til bana hinn 14. febrúar síðastliðinn

„Danmörk verður fljótlega fyrir hryðjuverkaárás og verður árásin 14.febrúar eins og hrekkur í samanburði,“ segir í einu bréfanna.

Lögreglan í Kaupmannahöfn sagði að bréfin hafi sum hver verið hengd upp víða um hverfið en vildi lítið tjá sig um málið að öðru leyti en því að málið væri í rannsókn.


Tengdar fréttir

500 viðstaddir útför El-Hussein

Syrgjendur mættu að grafreit múslíma í Brøndby og voru flestir ungir karlmenn sem margir huldu andlit sín.

Þúsundir fylgdu Dan Uzan til grafar

Uzan var öryggisvörður í bænahúsi gyðinga og annað fórnarlamb árásarmannsins í dönsku höfuðborginni um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×