Fótbolti

Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli

Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla.

Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins, stýrði sem fyrr fagnaðarlátum hópsins. Hann gerði það úti á miðjum vellinum, fékk míkrafóninn lánaðan frá vallarþulinum Þorsteini Lár og stýrði fögnuðinum.

Stuðningsmenn Íslands tóku vel undir með strákunum og lá við að Laugardalsvöllur nötraði. Frægur er fögnuður Íslands í klefanum eftir leikinn gegn Hollandi, en þar var fyrrnefndur Friðrik einnig á ferðinni að stýra söngvum.

Hér að neðan má sjá myndband sem myndartökumaður Stöðvar 2 náði í leikslok. Njótiði!


Tengdar fréttir

Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld

"Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld.

Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga

Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld.

Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×