Fleiri fréttir

Þorsteinn krefst 5,6 milljarða frá Kópavogsbæ

Þorsteinn Hjaltested, ábúandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ til greiðslu 5,6 milljarða í eignarnámsbætur vegna eignarnáms bæjarins á landi úr Vatnsenda árið 2007.

Íslensk fiskiolía nýtur vaxandi vinsælda í Kína

Hylki með íslenskri fiskiolíu njóta vaxandi vinsælda í Kína. Fyrirtækið By-Health, sem er stærsti framleiðandi fæðubótarefna í Kína, kaupir fiskiolíu frá Íslandi og hinum Norðurlöndunum til að nota í afurðir sínar.

Bjórinn á rúmlega hundrað kall í Costco

Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag en það er verð sem stendur til boða til 4. júní. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi kannast þó ekki við neinn afslátt af bjór í versluninni.

Eaton Vance seldi í Eimskip

Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu tæplega 1,9 milljónir hluta í Eimskip fyrir um 355 milljónir króna í síðustu viku.

Enn lækka bréf í Heimavöllum

Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna.

Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi

Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut.

Hækka verðmat sitt á Högum

Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent.

Samið um ljós­leiðara­væðingu Voga

Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021.

Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu

Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag.

Gengi hlutabréfa Eimskips aldrei lægra

Hlutabréfaverð Eimskips hefur ekki verið lægra frá því að félagið var skráð í Kauphöll Íslands í nóvember 2012. Greinandi segir ekki ekki nema von að fjárfestar séu skelkaðir. Skipafélagið gæti átt yfir höfði sér sekt upp á hundruð milljóna króna verði það fundið brotlegt.

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi.

Brim þyrfti að losa eignir

Útgerðarfélagið Brim þyrfti að losa sig við eignir fari svo að hluthafar í HB Granda samþykki yfirtökutilboð Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims og stjórnarformanns HB Granda.

Lífeyrissjóðir vilja selja 13 prósent í HS Orku

Fagfjárfestasjóðurinn ORK hefur sett hlut sinn í orkufyrirtækinu í söluferli. Væntingar um að 7 til 8 milljarðar fáist fyrir hlutinn. Kvika ráðgjafi við söluna.   Lífeyrissjóðir eiga fyrir rúmlega þriðjungshlut í HS Orku í gegnum Jarðvarma.

Bættu við sig fimm prósenta hlut í Stoðum

Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs.

Starfsmenn eignast Summu að fullu

Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækisins Summu rekstrarfélags hafa keypt fjórðungshlut Íslandsbanka í fyrirtækinu og eignast þannig allt hlutafé þess.

Gætu krafið ríkið um skaðabætur

Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions gætu krafið íslenska ríkið um skaðabætur verði vanhöld á eftirliti Fjármálaeftirlitsins með fjárhagsstöðu Valitors. Lögmaður fyrirtækjanna krefst þess að eftirlitið knýi á um bætta eiginfjárstöðu kortafyrirtækisins.

Bankaskatturinn bitnar á fyrstu kaupendum

Bankaskattur bitnar fyrst og fremst á fyrstu kaupendum á fasteignamarkaði sem þurfa í reynd að bera skattinn, að mati SFF. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir skattinn minnka áhuga fjárfesta á að kaupa hlutabréf af ríkinu.

Kóði hagnaðist um 88 milljónir

Hugbúnaðarfyrirtækið Kóði, sem rekur meðal annars Kelduna, hagnaðist um 88 milljónir króna árið 2017 og jókst hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára.

Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot

Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið.

Mótmæla launahækkun til stjórnar Haga

Verði af hækkuninni muni Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga, hækka úr 600 þúsund krónum á mánuði í laun í 660 þúsund krónum.

Fasteignafélögin undirverðlögð

Sérfræðingar Capacent telja að hlutabréf í fasteignafélögunum Regin og Reitum séu undirverðlögð á markaði samkvæmt nýjum verðmötum sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Icelandair hefur söluferli á hótelrekstri

Samhliða ákvörðun um að setja Icelandair Hotels í söluferli hefur verið ákveðið að Iceland Travel og VITA verði hluti af kjarnastarfsemi Icelandair Group.

Greiða allt að tífalt hærra verð fyrir gagnasamband

Íslensk fjarskiptafyrirtæki þurfa að greiða Farice, sem rekur sæstrengi á milli Íslands og Evrópu, fimm- til tífalt hærra verð fyrir gagnasambönd heldur en erlendir viðskiptavinir gagnavera hér á landi.

Aðstoða Arion í hlutafjárútboði

Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði.

Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá íslenska ríkinu

Hluti af þeim 157 milljónum króna, auk dráttarvaxta, sem ríkið var í nóvember í fyrra dæmt til þess að endurgreiða Högum vegna ólögmætrar gjaldtöku þess af innfluttum landbúnaðarvörum var tekjufærður á síðasta rekstrarfjórðungi smásölurisans sem lauk í febrúar.

Sjá næstu 50 fréttir