Viðskipti innlent

Mótmæla launahækkun til stjórnar Haga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Rafniðnaðarsambandið leggur til að laun stjórnarmanna hjá Högum Hf. haldist óbreytt en hækki ekki um 10 prósent eins og stjórnin hefur lagt til. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandinu.

Þar segir að verði af hækkuninni muni Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga, hækka úr 600 þúsund krónum á mánuði í laun í 660 þúsund krónum.

„Það er augljóst að þessi stjórnarlaun eru komin svo langt úr hófi að ekki verður séð að ástæða sé til þess að hækka þau svo ríflega og er það tillaga frá Rafiðnaðarsambandi Íslands að launin haldist óbreytt og verði ekki hækkuð í bráð,“ segir í tilkynningunni.

Að sögn sambandsins væri að sjálfsögðu réttast að launin yrðu lækkuð hressilega „en látum á það reyna hvort þessi tillaga verði ekki bara samþykkt á fundinum.“

Tillagan hafi verið send á Haga hf. og væntir sambnadið þess að henni verði fylgt eftir af þeim fulltrúum sem á hluthafafundinum verða, og þá sérstaklega úr baklandi lífeyrissjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×