Fleiri fréttir

Vafasamt að spjalla um hvað sem er

Ekki er hægt að tryggja að enginn komist í skilaboðin sem þú hefur sent í gegnum Facebook. Flestir nota sömu lykilorð alls staðar og þeim lykilorðum er síendurtekið lekið. Blaðamaður var örfáar mínútur að finna síðu þar sem hægt var að kaupa aðgang að stolnum lykilorðum.

Allir sýknaðir í Aurum-málinu

Allir þeir sem ákærðir voru af sérstökum saksóknara í svokölluðu Aurum-máli voru sýknaðir í Landsrétti í dag.

Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera

Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra.

Laun hækkað almennt hraðar en tekjur

Launakostnaður skráðra félaga hefur almennt vaxið hraðar en tekjur og rekstrarhagnaður félaganna frá árinu 2015, samkvæmt athugun Markaðarins.

Stórfelld uppbygging sameini fylkingar

Framkvæmdastjóri Jáverks segir að uppbyggingu í ferðaþjónustu sé að ljúka þar sem erfiðara sé orðið að fjármagna stór verkefni. Þá telur hann að ákall um stórfellda uppbyggingu íbúða geti sameinað fylkingar í þeirri kjaradeilu sem vofir yfir vinnumarkaðinum.

Tugmilljarða hlutur í HS Orku til sölu

Formlegt söluferli hófst um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna.

Nettó ætlar að tífalda netverslunina

Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa segir mikinn vöxt í netverslun með matvörur fram undan. Viðskiptavinir kaupi ferskvörur á netinu í jafnmiklum mæli og í venjulegum verslunum.

Telja rannsókn Samkeppniseftirlitsins ólögmæta

Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar.

Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion

Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans.

Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu

Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans.

Einn stofnenda Benetton allur

Gilberto Benetton, einn stofnenda ítalska fataframleiðandans Benetton, er látinn 77 ára að aldri.

Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB.

Bráðabirgðaákvörðun vegna gjaldtöku Isavia staðfest

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti bráðabirgðaákvörðun vegna gjaldtöku Isavia í dag en samkeppniseftirlitið ákvað að stöðva gjaldtöku á bílastæðum fyrir hópferðafyrirtæki sem aka frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðnum.

Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö

Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland.

Netflix sagt blekkja þeldökka áhorfendur

Streymisþjónustan Netflix hefur verið sökuð um að blekkja þeldökka áhorfendur sína með því að varpa upp misvísandi myndum þegar farið er í gegnum úrval sjónvarpsþátta og kvikmynda þjónustunnar.

Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör

Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd.

Veiking krónunnar endurspeglar lakari væntingar

Aðalástæða fyrir veikingu krónunnar að undaförnu er endurmat á efnahagshorfunum á Íslandi en væntingar benda til þess að hægja muni á hjólum atvinnulífsins á næstunni. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

Hægir á hagvexti í Kína

Það hægir á hagvextinum í Kína og frá júlí og fram í september mældist hann 6,5 prósent miðað við sama tímabil í fyrra.

Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól

Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans.

Ógilda samruna apóteka

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf.

Krónan spyrnir við fótum

Eftir eftirtektarverða lækkunarhrinu undanfarnar vikur hefur gengi íslensku krónunnar styrkst í dag.

Sjá næstu 50 fréttir