Viðskipti erlent

850 starfsmenn Saab missa vinnuna

Atli Ísleifsson skrifar
Jas 3 Gripen, herþota úr smiðju Saab.
Jas 3 Gripen, herþota úr smiðju Saab. Getty
Hlutabréf í sænska hergagnaframleiðandanum Saab hafa hríðfallið í morgun eftir tilkynningu um fyrirhugaða hlutafjáraukningu félagsins. Í morgun var jafnframt tilkynnt að 850 starfsmenn fyrirtækisins hafi verið sagt upp.

SVT  greinir frá því að hlutabréf hafi lækkað um 11,5 prósent í morgun. Tilkynnt hefur verið um mikið tap á þriðja ársfjórðungi og hefur verið boðað til aukahluthafafundar til að tryggja sex milljarða sænskra króna hlutafjáraukningu, um 80 milljarða íslenskra króna.

Að sögn SVT munu þrjú hundruð fastráðnir hjá Saab missa vinnuna og 550 ráðgjafar.

Håkan Buskhe, framkvæmdastjóri Saab, segir að starfsemi félagsins hafi aukist um 150 prósent á síðustu árum og að verið sé að bregðast við vaxtaverkjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×