Viðskipti erlent

Hægir á hagvexti í Kína

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kínverjar glíma nú við ýmis vandamál í hagkerfinu eins og háa skuldastöðu auk þess sem viðskiptastríð þeirra við Bandaríkin færist í aukana dag frá degi.
Kínverjar glíma nú við ýmis vandamál í hagkerfinu eins og háa skuldastöðu auk þess sem viðskiptastríð þeirra við Bandaríkin færist í aukana dag frá degi. vísir/getty
Það hægir á hagvextinum í Kína og frá júlí og fram í september mældist hann 6,5 prósent miðað við sama tímabil í fyrra.

Það er minnsti vöxtur sem mælst hefur í þessu ógnarstóra landi frá árinu 2009 og aðeins undir spám sérfræðinga, sem gerðu ráð fyrir 6,6 prósenta vexti.

Kínverjar glíma nú við ýmis vandamál í hagkerfinu eins og háa skuldastöðu auk þess sem viðskiptastríð þeirra við Bandaríkin færist í aukana dag frá degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×