Fleiri fréttir

Innkalla sólþurrkuð gojiber vegna málmagna

Heilsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað af markaði sólþurrkuð lífræn gojiber vegna þess að varan getur innihaldið málmagnir.

Telja alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð

Sérfræðingar hjá stærstu hugveitum Bandaríkjanna á sviði efnahagsmála telja aðra alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð. Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla og höfundur nýrrar bókar um kreppuna tekur undir þetta.

Svissneskt félag kaupir tæp 13 prósent í HS Orku

Svissneska fjárfestingafélagið DC Renewable Energy AG hefur skrifað undir kaupsamning á 12,7 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins ORK í HS Orku. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Innkalla fiskbúðing í dós

ÍSAM/ORa hefur tekið ákvörðun um að taka úr sölu og innkalla tvær framleiðslulotur af fiskbúðing í dós.

Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda

Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni.

Starfsmenn ósáttir við launahækkun

Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir.

Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.

Microsoft í samkeppni við Bose

Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól.

Líkur á að Icelandair semji

Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum.

Viskíflaska seld á metfé

Mjög sjaldgæf flaska af viskíi seldist á uppboði í Edinborg í Skotlandi fyrir metfé fyrr í dag.

Merki um versnandi afkomu fyrirtækja

Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila.

Framleiðendur verða að vera á tánum

Matvælaframleiðendur eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir verða að fjárfesta í aukinni sjálfvirknivæðingu til þess að dragast ekki aftur úr, segir framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marels.

Vaxtagreiðslur í sögulegu lágmarki

Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992.

Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir

Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður.

Heimilt að hækka hlutafé WOW air um helming

Samþykkt var á hluthafafundi WOW air í síðustu viku að heimila stjórn flugfélagsins að hækka hlutafé þess um allt að helming til þess að mæta útgáfu áskriftarréttinda að hlutum í félaginu.

Amazon hækkar lægstu laun

Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum.

Selja í Sýn og kaupa í Högum

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna.

Sjá næstu 50 fréttir