Viðskipti innlent

Hægt að skipta rúblum til mánaðamóta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
HM-farar gætu enn átt rúblur eftir Rússlandsferðina í sumar.
HM-farar gætu enn átt rúblur eftir Rússlandsferðina í sumar. Vísir/getty
Ekki verður hægt að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur eftir 1. nóvember næstkomandi. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi hefur Landsbankinn, einn stóru bankanna þriggja, keypt og selt rúblur. Arion og Landsbankinn bera fyrir sig litla eftirspurn.

Í frétt á vef Landsbankans kemur hins vegar fram að um næstu mánaðamót verði hvorki hægt að kaupa rúbluseðla né skipta þeim í íslenskar krónur. Ákvörðunina megi rekja til lítilla viðskipta með myntina. Rúblur séu alla jafna ekki fáanlegar á Íslandi og yfirleitt sé ekki heldur hægt að skipta rúblum yfir í íslenskar krónur.

„Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnulandsliðanna og í tilefni af heimsmeistaramótinu í fótbolta í sumar setti bankinn upp rúbluhraðbanka í Smáralind þar sem hægt var að taka út rúblur tímabundið,“ segir á vef bankans.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×