Fleiri fréttir

Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða

Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins.

Sænskir Jafnaðarmenn auka fylgi sitt í nýrri könnun

Sænski flokkarnir Jafnaðarmannaflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Svíþjóðardemókratar bæta allir við sig fylgi í nýrri könnun sænsku Hagstofunnar (SCB) miðað við úrslit þingkosninganna í september.

Hætta við skattahækkunina

Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu.

Macron er í töluverðu klandri

Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina.

Uppfylla skilyrði friðarviðræðna

Hernaðarbandalagið sem Sádi-Arabar leiða í styrjöldinni gegn Hútum í Jemen samþykkti í gær að særðir hermenn Húta fengju að yfirgefa landið til þess að leita læknisaðstoðar.

Osiris-Rex kemur að smástirninu Bennu

Geimfarið mun hringsóla um smástirnið þar til það snertir yfirborðið og safnar sýnum árið 2020. Þremur árum síðar á það að skila sýnunum til jarðar.

Ekki kynþáttaníð að vera kölluð kíví

Nýsjálenskri konu tókst ekki að sannfæra ástralskan dómstól um að hún hafi mátt þola kynþáttaníð af hendi samstarfsfólks síns, sem á að hafa kallað hana "kíví.“

Umfangsmestu óeirðir í áratug

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar.

Lögreglan hafði uppi á lánlausu pari sem týndi trúlofunarhring

Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum hefur nú haft uppi á pari, karli og konu, sem lýst hafði verið eftir. Parið var þó ekki eftirlýst vegna glæpsamlegs athæfis, heldur vegna þess að öryggisvélar náðu upptöku af því þegar maðurinn ætlaði að biðja unnustu sinnar en missti trúlofunarhringinn þess í stað ofan í rist á götunni.

Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna

Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið.

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sendir Rússum tóninn

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, hefur gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir "óskammfeilin“ brot á samkomulagi við Úkraínu og kyrrsetningu þriggja úkraínskra skipa. Þá gagnrýndi hann Rússa einnig fyrir að reyna að hafa áhrif á nýafstaðnar þingkosningar vestanhafs og fyrir að virða kjarnorkusamkomulag við Bandaríkin að vettugi.

Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri

Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja.

Hermaður flúði frá Norður-Kóreu

Rétt rúmt ár er frá því að annar hermaður flúði yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna á landamærunum og var skotinn af fyrrverandi félögum sínum norðan megin við landamærin.

Sjóliðarnir fluttir til Moskvu

Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu.

Sjá næstu 50 fréttir