Erlent

Lögregla lýsir eftir klaufskum unnusta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hringurinn er kominn í leitirnar en hið (ó)lukkulega par lætur bíða eftir sér.
Hringurinn er kominn í leitirnar en hið (ó)lukkulega par lætur bíða eftir sér. Mynd/samsett
Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar að nýtrúlofuðu pari sem náðist á upptöku öryggismyndavéla. Fólkið er þó ekki grunað um glæpsamlegt athæfi heldur fönguðu myndavélarnar manninn á filmu er hann missti trúlofunarhring unnustunnar ofan í rist á götunni.

Í tilkynningu lögreglu, sem birt var ásamt myndskeiðinu, segir að konan hafi játast manninum en hann hafi verið svo spenntur að hann glutraði hringnum niður. Á myndbandinu sést parið svipast um eftir hringnum í miklu óðagoti – enda má gera ráð fyrir því að hann hafi kostað skildinginn.

Hringurinn er þó kominn í leitirnar og óskar lögregla nú eftir því að ná tali af fólkinu svo þau geti endurheimt gersemina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×