Erlent

Tveir fórust þegar flugvél brotlenti á meðferðarstöð fyrir einhverf börn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikill eldur kviknaði á vettvangi.
Mikill eldur kviknaði á vettvangi. Mynd/Skjáskot
Flugmaður og farþegi lítillar flugvélar fórust þegar vélin brotlenti á meðferðarmiðstöð fyrir einhverf börn í Flórída síðdegis á laugardag. Greint er frá á vef Miami Herald.

Húsnæði meðferðarmiðstöðvarinnar í Fort Lauderdale skemmdist töluvert við brotlendingu flugvélarinnar en fimm börn og átta fullorðnir voru inni í húsinu þegar slysið varð.

Engu þeirra varð meint af að undanskildum kennara sem hlaut minniháttar meiðsli er hann aðstoðaði við rýmingu húsnæðisins.

Viðbraðgsaðilar voru fljótir á vettvang og náðu að slökkva eld sem logaði í byggingunni. Hér að neðan má sjá myndband Miami Herald frá vettvangi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×