Erlent

Ástralskur verjandi var uppljóstrari lögreglu um árabil

Atli Ísleifsson skrifar
Ástralski eiturlyfjabaróninn Tony Mokbel árið 2008. Verjandinn starfaði meðal annars fyrir Mokbel..
Ástralski eiturlyfjabaróninn Tony Mokbel árið 2008. Verjandinn starfaði meðal annars fyrir Mokbel.. Vísir/Milos Bicanski
Óljóst er hvað verður um mörg hundruð sakfellingardóma í Ástralíu eftir að upp komst að verjandinn í umræddum málum hafi starfað sem uppljóstrari lögreglu.

Ástralskir fjölmiðlar greina frá því að lögmaðurinn, sem starfar í Melbourne og „gætti hagsmuna“ fjölda vel þekktra glæpamanna, hafi um árabil komið upplýsingum um hina ákærðu í hendur lögreglu í Viktoríu-ríki.

Lögregla í Ástralíu á að hafa um tveggja ára skeið reynt að koma í veg fyrir að yfirvöld greini skjólstæðingum lögmannsins frá því að hann hafi starfað sem uppljóstrari. Hæstiréttur landsins hefur hins vegar nú úrskurðað að það stangist á við grundvallargildi réttarríkisins.

Verjandinn var uppljóstrari lögreglu á árunum 2005 til 2009 og var þá í daglegum samskiptum við lögreglu, að því er fram kemur í dómsskjölum. Skjólstæðingum verjandans verður nú gert kunnugt um hátterni hans og gefinn kostur á að áfrýja dómum sínum.

Lögmaðurinn á að hafa komið upplýsingum hendur lögreglu í allt að 386 málum, þar á meðal máli hins aldæmda eiturlyfjabaróns Tony Mokbel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×