Erlent

„Guðfaðir“ handtekinn á Sikiley ásamt tugum annarra meintra mafíósa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglumenn leiða hér Settimino Mineo út af lögreglustöð eftir handtökuna.
Lögreglumenn leiða hér Settimino Mineo út af lögreglustöð eftir handtökuna. vísir/epa
Ítalska lögreglan handtók í dag yfirmann sikileysku mafíunnar, „guðföður“ þess glæpahóps, og 45 aðra meinta mafíósa í aðgerðum yfirvalda gegn skipulagðri glæpastarfsemi á Sikiley. Greint er frá málinu á vef Guardian og vísað í aðstoðarforsætisráðherra landsins, Luigi Di Maio.

Fyrrum capo di capi, eða stjóri stjóranna, yfirmaður mafíunnar, Salvatore „Toto“ Riina, lést í fangelsi á síðasta ári. Hann hafði þá setið inni í tæp 25 ár fyrir að hafa skipað fyrir um tugi morða, þar á meðal morðin á tveimur þekktustu dómurum Ítalíu sem voru hvað mest andsnúnir mafíunni.

„Guðfaðirinn“ sem handtekinn var í dag, Settimino Mineo, er höfuð mafíufjölskyldnanna í Palermo, höfuðborg Sikileyjar. Yfirvöld segja að hann hafi verið nýverið verið gerður að yfirmanni mafíu allrar eyjarinnar sem kölluð er Cosa Nostra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×