Fleiri fréttir

Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli

Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér.

Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali

Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London.

Staðan í bandarískum stjórnmálum mánuði fyrir kosningar

Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni.

Forseti Interpol sagður í haldi í Kína

Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan.

Mega brátt skjóta niður dróna í einkaeigu

Bandarísk stjórnvöld munu að öllum líkindum brátt geta skotið niður dróna í einkaeigu telji þau að ógn stafi af þeim. Tæknifréttaveitan TechCrunch greinir frá þessu.

Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn

Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun.

Fundinn sekur um morðtilraunir á lestarstöðvum í London

Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London.

Kosið um Kavanaugh á morgun

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh.

Frakkar ætla að losa sig við „fake news“

Málnefnd á vegum franska ríkisins (CELF) stefnir að því að leggja til nýtt orð fyrir „fake news“ til að stemma stigu við aukin áhrif engilsaxnesku á franska tungu.

Sárnar ummæli Breta

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði í gær að ummæli Jeremys Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, væru særandi.

Lét lífið eftir bit sæsnáks

Breskur sjómaður í Ástralíu lét lífið í fyrradag þegar hann var bitinn af sæsnáki þar sem hann var við vinnu sína á togara undan ströndum landsins.

Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh

Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins.

Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta

Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna.

Opinbera rússneska njósnara

Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU.

Góður dagur hjá Theresu May

Forsætisráðherrann og leiðtogi Íhaldsflokksins hélt landsfundarræðu í gær. Ræðunni almennt vel tekið og ráðherrann eflaust fegin eftir að hafa fengið mikla gagnrýni vegna Brexit-mála undanfarið.

189 manns ákærðir fyrir árásir í Mósambík

Réttarhöld í máli grunaðra íslamskra öfgamanna sem ákærðir eru fyrir að hafa átt þátt í fjölda árása gegn lögreglu og almennum borgunum hófust í Mósambík í dag.

Ítalskur nýnasisti fær tólf ára dóm

Dómstóll á Ítalíu hefur dæmdi í dag tólf ára fangelsi fyrir tilraun til morðs eftir að hafa skotið á tíu flóttamenn í bænum Macerata.

Mikilvægustu þingmennirnir gagnrýna ummæli Trump

Þrír af mikilvægustu þingmönnum Repúblikanaflokksins um þessar mundir hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta, fyrir að hæðast að Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Brett Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á þeirra yngri árum.

Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump

Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta.

Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal.

Sjá næstu 50 fréttir