Erlent

Lét lífið eftir bit sæsnáks

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Talið er að þetta sé fyrsta skráða tilfellið þar sem maður lætur lífið á þennan hátt en þrátt fyrir sæsnákar séu afar eitraðir er afar sjaldgæft að þeir bíti menn.
Talið er að þetta sé fyrsta skráða tilfellið þar sem maður lætur lífið á þennan hátt en þrátt fyrir sæsnákar séu afar eitraðir er afar sjaldgæft að þeir bíti menn. vísir/getty
Breskur sjómaður í Ástralíu lét lífið í fyrradag þegar hann var bitinn af sæsnáki þar sem hann var við vinnu sína á togara undan ströndum landsins.

Maðurinn, sem var 23 ára gamall, var að vinna við að losa fisk úr netinu þegar snákurinn, sem hafði slæðst með, beit hann.

Björgunarþyrla var send tafarlaust í átt að bátnum en það dugði ekki til og maðurinn lést af völdum bitsins.

Talið er að þetta sé fyrsta skráða tilfellið þar sem maður lætur lífið á þennan hátt en þrátt fyrir sæsnákar séu afar eitraðir er afar sjaldgæft að þeir bíti menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×