Erlent

Hariri segir nýja ríkisstjórn á næsta leiti

Atli Ísleifsson skrifar
Saad al-Hariri hefur gegnt embætti forsætisráðherra Líbanon frá árinu 2016.
Saad al-Hariri hefur gegnt embætti forsætisráðherra Líbanon frá árinu 2016. Vísir/Getty
Saad al-Hariri, forsætisráðherra Líbanons, segir að ný ríkisstjórn muni taka við völdum í landinu í næstu viku. Hariri segir landið ekki hafa efni á því að láta lengri tíma líða áður en mynduð er ríkisstjórn.

Illa hefur gengið að ná saman um ríkisstjórn eftir þingkosningarnar sem fram fóru í landinu í maí síðastliðinn. Tilraunir hafa verið gerðar að ná saman um samsteypustjórn með breiða skírskotun en þær hafa enn sem komið er engum árangri skilað.

Hariri segist hafa rætt við forsetann Michel Aoun og að þeir séu sammála um að mögulegt sé að ná saman um pólitíska lausn. Hann segir það ekki vera í boði að eiga í pólitísku stappi þegar efnahagsástandið líti út eins og það gerir en Líbanon glímir við gríðarmiklar skuldir ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×