Fleiri fréttir

Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn

Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump.

Neyðarástand vegna fellibyls

Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum.

Höfum tólf ár til að ná loftslagsmarkmiðum

Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðana gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar.

36 stúlkur barðar fyrir að kvarta undan kynferðislegri áreitni

36 stúlkur á aldrinum tíu til fjórtán ára, þurftu að leita aðstoðar á sjúkrahúsi á Indlandi eftir að hópur táningsdrengja og foreldrar þeirra gengu í skrokk á þeim eftir að stúlkurnar kvörtuðu undan kynferðislegri áreitni drengjanna.

Madsen unir lífstíðardómi

Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári.

Heilu hverfin sukku í for

Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði.

Forseti Interpol segir af sér

Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld.

Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu

Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu.

Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær.

Kern segir skilið við stjórnmálin

Fyrrverandi kanslari Austurríkis stefnir ekki að því að gerast arftaki Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á næsta ári.

Walking Dead-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Scott Wilson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Walking Dead, er látinn, 76 ára að aldri.

Evrópuflokkar bæta við sig fylgi í Lettlandi

Kosningar fóru fram í Lettlandi í dag og munu niðurstöður verða tilkynntar á morgun. Útgönguspár benda til þess að flokkar sem aðhyllast Evrópusambandið munu bæta við sig fylgi.

Skipan Bretts Kavanaugh staðfest

Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku.

Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli

Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér.

Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali

Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London.

Sjá næstu 50 fréttir