Erlent

Walking Dead-leikari látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Leiklistarferill Scott Wilson spannaði um fimmtíu ár.
Leiklistarferill Scott Wilson spannaði um fimmtíu ár. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Scott Wilson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Walking Dead, er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést úr krabbameini.

Wilson fór með hlutverk bóndans Hershel Greene í þáttunum á árunum 2010 til 2014. Hershel var í hópi þeirra sem gekk til liðs við Andrew Lincoln, leiðtoga andspyrnunnar, í þáttunum. Persónan missti annan fótlegginn í þriðju þáttaröðinni og lét lífið í þeirri fjórðu að því er fram kemur í frétt Variety.

Greint var frá andláti Scott á Twittersíðu Walking Dead í nótt. Fréttirnar bárust skömmu eftir að tilkynnt var að Wilson væri einn þeirra sem kæmi fram í níundu þáttaröð þáttanna, en sýningar hennar hefjast í dag. Þegar er búið að taka upp þau atriði þar sem Wilson átti að birtast.

Leiklistarferill Scott spannaði um fimmtíu ár. Hann kom fyrst fram í myndinni The Heat of the Night, en átti á ferli sínum eftir að koma fram í um fimmtíu kvikmyndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×