Fleiri fréttir

Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran

Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran.

Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi

Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina.

Ákærð fyrir að gefa birni ís

Eigendur dýragarðs í Alberta í Kanada hafa verið ákærðir fyrir brot gegn dýraverndarlögum fyrir að hafa farið með skógarbjörn í ísbúð.

Skiptast á árásum í Sýrlandi

Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða.

R. Kelly hent út af lagalistum Spotify

Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína.

Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn

Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein.

Trump og Kim funda 12. júní

Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun fara fram í Singapúr þann 12. júní.

Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins

Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök.

Vara við stærðarinnar sprengingum á Havaí

Jarðfræðingar á Havaí segja að áframhaldandi virkni í eldfjalli þar gæti leitt til þess að stærðarinnar sprenging verði í fjallinu og að hnullungum gæti ringt yfir stærstu eyju eyjaklasans.

Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu

Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt.

Brennandi vagnar daglegt brauð í Róm

Það sem af er ári hafa níu strætisvagnar í Róm brunnið til kaldra kola. Rómverjar eru þó hættir að kippa sér upp við brennandi vagna, enda brunnu 22 vagnar í borginni í fyrra.

Pompeo aftur í Pjongjang

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, er kominn aftur til Pjongjang þar sem hann leggur nú grunn að sögulegum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu.

Kosið um þjóðpeningakerfi í Sviss

Svisslendingar munu í næsta mánuði kjósa um hvort koma eigi á fót þjóðpeningakerfi í landinu. Ef tillagan verður samþykkt verður bönkum bannað að "búa til“ peninga með lánveitingum.

Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“

Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump.

Sjá næstu 50 fréttir