Erlent

Súkkulaði olli ófærð á pólskri hraðbraut

Kjartan Kjartansson skrifar
Mjólkursúkkulaðið storknaði þegar það kólnaði og stöðvaði umferð á sex akreinum.
Mjólkursúkkulaðið storknaði þegar það kólnaði og stöðvaði umferð á sex akreinum. Vísir/AFP
Fleiri tonn af fljótandi súkkulaði helltust yfir hraðbraut í Póllandi þegar vöruflutningabíll valt á hliðina. Súkkulaðið storknaði fljótt og stöðvaði umferð í báðar áttir.

AP-fréttastofan segir að súkkulaðið hafi lekið yfir sex akreinar. Slökkviliðið á staðnum segir að dæla þurfi miklu magni af heitu vatni á súkkulaðið til að hreinsa það upp. Storknað súkkulaðið sé verra viðureignar en snjór.

Slysið átti sér stað að morgni þegar lítil umferð var. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús með brotinn handlegg en engan annan sakaði í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×