Fleiri fréttir

Spurðu af hverju væri svo lítið pláss til að mætast á brúnni

Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljótt, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.

20% háskólanema hafa neytt lyfja sem þeim var ekki ávísað

Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni.

Birgir vill stokka upp trúnaðarstöður í þingflokki Miðflokksins

Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum.

Dregið hefur úr aukningu notkunar heits vatns

Veitu segja góðar viðtökur hafi fengist við áskorun til íbúa um að fara vel með heita vatnið en þó sé ekki hægt að fullyrða aðgerðir viðskiptavina séu farnar að skila sér.

Ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á þrettán ára stúlku

Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur 23 ára karlmanni sem gefið er að sök kynferðisbrot gegn barni og brot gegn áfengis- og barnaverndarlögum. Á hann að hafa að kvöldi laugardags í júlí í fyrra afhent þá þrettán ára stúlku áfengi og fíkniefni.

Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri

Ingvar er löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað í tæp 10 ár sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu 2009-2019 en starfar núna sem einn af fjórum vakthafandi varðstjórum slökkviliðsins, og sinnir þar bakvöktum og þjálfun.

Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt

Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem varð hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu.

Sódavatnsvél til bjargar á Alþingi

Plastflöskum fækkaði um 2500 í fyrra með kaupum á sódavatnsvél. Þá hafi magn fjölpósts til þingsins minnkað til muna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Kólnar enn frekar

Íslendingar mega áfram gera ráð fyrir frosti á landinu ef marka má spákort Veðurstofunnar.

Íbúar ánægðir í Félagsbústöðum

Um 79 prósent íbúa Félagsbústaða eru frekar eða mjög ánægðir með að leigja hjá félaginu en 13 prósent eru frekar eða mjög óánægðir og sjö prósent segjast hvorki ánægð né óánægð.

Aftur fyrir Hæstarétt með mál sitt

Sigurður Guðmundsson sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fær annað tækifæri í Hæstarétti í dag þegar mál hans verður munnlega flutt þar í annað sinn.

Mismunandi sýn á framtíð Laugavegar

Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að hafa Laugaveg göngugötu allt árið. Margir verslunareigendur óttast að íslensk veðrátta muni skemma fyrir viðskiptum. Formaður skipulags- og samgönguráðs telur kröfu um að geta keyrt upp að verslunum úrelt módel.

Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram

Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019.

Sirkus að tjaldabaki á Alþingi

Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum.

Krafa á Björgólf fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur mun fjalla um ágreining Kristjáns Loftssonar í Hval og Björgólfs Thors Björgólfssonar um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun.

Sjá næstu 50 fréttir