Innlent

Ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á þrettán ára stúlku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins í síðustu viku.
Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins í síðustu viku. Vísir/Vilhelm
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur 23 ára karlmanni sem gefið er að sök kynferðisbrot gegn barni og brot gegn áfengis- og barnaverndarlögum. Á hann að hafa að kvöldi laugardags í júlí í fyrra afhent þá þrettán ára stúlku áfengi og fíkniefni.

Í ákæru segir að maðurinn hafi haft við hana samræði og látið hana hafa við sig munnmök. Þannig hafi hann beitt hana ofbeldi og nýtt sér yfirburði vegna aldurs- og þroskamunar. Einnig hafi hann tekið af stúlkunni tvær kynferðislegar hreyfimyndir á símann sinn.

Farið er fram á 3,5 milljónir króna í bætur fyrir hönd ólögráða stúlkunnar. Maðurinn neitar sök.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×