Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Rætt verður við Birgi í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig er rætt við Sigurð Guðmundsson, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi eftir að barn í hans umsjá lést, en í dag var mál hans endurupptekið hjá Hæstarétti. Ríkissaksóknari krefst þess að málinu sé vísað frá.

Við fjöllum um lyfjanotkun háskólastúdenta, köfum ofan í pálmatrésmálið og ræðum við íþróttafólk sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þjálfara og deildu reynslu sinni á ráðstefnu um kynferðisofbeldi í íþróttum í dag.

Þetta og svo ótal margt fleira í fréttatímanum sem er á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×