Fleiri fréttir

Telur milljónir geta sparast á útboði raforku

A-hluti borgarinnar keypti raforku fyrir 665 milljónir í fyrra. Viðskiptin eru ekki útboðsskyld og því ekki boðin út. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur borgina ekki hvetja til samkeppni á orkumarkaði.

Íbúar á Hrafnistu eru of veikir fyrir sundlaug

Óskað er samstarfs við Hafnarfjarðarbæ um rekstur á sundlauginni á Hrafnistu í Hraunvangi. Forstjórinn segir íbúa hjúkrunarheimilisins verða æ veikari og fáa geta nýtt laugina.

Skerðing vegna búsetu leiðrétt

Velferðarnefnd ræddi í síðustu viku mál einstaklinga sem hafa fengið skertar lífeyrisgreiðslur vegna fyrri búsetu erlendis.

Viðskiptavinir hafa forgang á bílastæði við Smáralind

Starfsfólki Smáralindarinnar hefur verið gert að leggja bílum sínum á sérstöku starfsmannabílastæði fyrir jólin. Bílastæðið er ómalbikað og er í um 100 metra fjarlægð frá húsinu. Framkvæmdastjóri Smáralindarinnar segir að svona hafi verið staðið að málum frá opnun verslunarmiðstöðvarinnar.

Fleiri konur út af vinnumarkaði í ár

Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Einn stærsti hópurinn sem sækir um í sjúkrasjóði VR vegna geðraskana eru konur á aldrinum 35 til 44 ára,

Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna

Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“.

Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun

Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016.

Fangageymslur fullar eftir nóttina

Nokkur líkamsárásarmál og fjöldi ölvunar- og fíkniefnaakstursbrota kom á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Boðar breytingar á samgönguáætlun

Óhjákvæmilegt er að breytingar verði gerðar á samgönguáætlun, segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Bréfið til Frans páfa komið í póst

Snemma í morgun sendi Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra útprentað bréf til Fans páfa. Hann póstlagði bréfið á Keflavíkurflugvelli rétt áður hann steig um borð í flugvél til Póllands til að vera viðstaddur loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna.

Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi

Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar.

Landsmótið fær frítt vinnuafl allt næsta ár

Sveitarstjóri Rangárþings ytra segir svæðið Mekka hestamennskunnar. Landsmót hestamanna á Hellu 2020 hlaðið skuldum. Bæjarfélagið kemur til bjargar og veitir frían aðgang að kynningar- og markaðsfulltrúa bæjarins allt árið 2019.

Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka

Gert ráð fyrir að stjórnmálasamtök með minnst einn kjörinn þingmann eigi rétt á 12 milljónum úr ríkissjóði á ári. Þakið á styrkjum einstaklinga til flokka verður einnig hækkað úr 400 þúsund í 550 þúsund krónur á ári.

Seldi pakkaferðir án leyfis og trygginga

Þriggja daga ferðir íshellaskoðunarfyrirtækisins Goecco voru seldar án tilskilinna leyfa og nauðsynlegra trygginga. Bitnar á viðskiptavinunum. Lagabreytingar sem taka gildi um áramót gera Ferðamálastofu loks kleift að beita þrýstingi á slík fyrirtæki með dagsektum.

Sjá næstu 50 fréttir