Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fjöllum við um áhrifin sem #metoo byltingin hefur haft á samfélagið síðasta árið. Formaður BSRB segir viðbrögð Alþingis síðustu daga sýna að þolið fyrir illu tali og framkomu í garð kvenna sé minna.

Einnig förum við í jólaskap og sláumst í för með fólki að ná sér í jólatré í jólaskóginum við Vesturlandsveg. Við kynnumst hundinum Greyson sem aðstoðar íslenskan tannlækni í Bandaríkjunum og hittum hamskera sem stoppar upp hrútshausa í jólagjöf.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×