Innlent

Spáð hvelli í dag og á morgun

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Daníel segir veðrið væntanlega ná hámarki á suðvestanverðu landinu um kvöldmatarleytið.
Daníel segir veðrið væntanlega ná hámarki á suðvestanverðu landinu um kvöldmatarleytið. Vísir/vilhelm
Gert er ráð fyrir að upp úr hádegi í dag hvessi allverulega. „Það er lægð suður af Grænland sem sendir skil yfir landið og það hvessir nokkuð ört upp úr hádegi um landið sunnan- og vestanvert,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Daníel segir veðrið væntanlega ná hámarki á suðvestanverðu landinu um kvöldmatarleytið. Vindstyrkurinn nái jafnvel upp í 25 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum, við Hafnarfjall og hugsanlega á Kjalarnesi. Enn hvassara verði sums staðar á hálendinu. Þessu fylgi slydda á láglendi til að byrja og snjókoma til fjalla en síðan hlýni og úrkoman breytist í rigningu á láglendi.

Á morgun er von á öðrum hvelli. Daníel segir óljósara hvernig hann verði en búast megi við að verulega hlýni þá norðanlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×