Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan skipverja

Sylvía Hall skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, sótti skipverjann.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, sótti skipverjann. Vísir/Vilhelm
Um hádegisbil í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð vegna veiks skipverja. Skipverjinn var um borð í línuskipi sem statt var 57 sjómílur suðaustur af Langanesi.

Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að sækja skipverjann og var TF-GNA send eftir skipverjanum rétt fyrir eitt. Eftir tveggja tíma flug hafði þyrlan viðkomu á Egilsstöðum til þess að taka bensín áður en haldið var inn á Héraðsflóadjúp.

Skipverjinn var hífður um borð í þyrluna klukkan 15:30 og hálftíma síðar var þyrlunni lent á Egilsstöðum þar sem hann var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×