Innlent

8.000 fermetrar af gervigrasi á bílastæði

Sighvatur Jónsson skrifar
8.000 fermetrar af gervigrasi hafa legið óhreyfðir á bílastæði í Breiðholti í rúmlega ár. Hugmyndin er að endurnýta gervigrasið á íþróttasvæði ÍR en skipt var um gervigras á íþróttavelli félagsins í fyrrasumar.

Gervigrasið sem var tekið af ÍR vellinum í fyrra var lagt á völlinn fyrir ellefu árum. Árni Birgisson, framkvæmdastjóri ÍR, segir það góða nýtingu þar sem viðmið framleiðenda er 5-6 ár.

Nýta gamla gervigrasið

Ekki hefur verið ákveðið hvað gert verður við gamla gervigrasið en félagið hefur lagt til við Reykjavíkurborg að nýta tvo þriðju hluta þess áfram á svæðinu.

„Það er á svæði í kringum áhorfendasvæði við aðalvöllinn hjá okkur og við frjálsíþróttavöllinn sem er verið að byggja hérna líka. Ekki á svæðum sem er verið að nota, heldur bara á jaðarinn til að gera svæðið snyrtilegt,“ segir Árni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×