Fleiri fréttir

Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs

Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag.

Fjordvik laust af strandstað

Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur.

Meirihluti hlyntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra. Þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram á Umhverfisþingi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðaði til og stendur nú yfir.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði, segir stjórnvöld þurfa að setja skýra fjölskyldustefnu ef vilji er til að fjölga landsmönnum áfram eða taka á móti fleiri innflytjendum. Rætt er við Stefán Hrafn í kvöldfréttum Stöðvar 2 af tilefni nýrrar skýrslu um frjósemi á heimsvísu en hún hefur lækkað um helming á sjötíu árum.

Fjordvik verður dregið til Keflavíkur

Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum bíða tilbúnir til að hefja tog á skipinu Fjordvik, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur.

Milljón til að lagfæra leiði Jóns Magnússonar

Ríkisstjórnin og skrifstofa Alþingis hafa ákveðið að leggja eina milljón króna af mörkum til að heiðra minningu Jóns Magnússonar sem var forsætisráðherra þegar Ísland öðlaðist fullveldi 1. desember 1918.

Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf

Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra.

Eiga líka líf utan vinnu

Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun sem bitnar á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandar hjá heilbrigðisráðherra. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir