Innlent

Ferðamaður greiddi 210 þúsund krónur vegna hraðaksturs

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni erlendan ferðamann sem ók Reykjanesbrautina á 141 km hraða. Hámarkshraði þar er 90 km á klukkustund og þurfti ferðamaðurinn að greiða 210 þúsund krónur í sekt. Annar erlendur ferðamaður þurfti að greiða 180 þúsund krónur í sekt vegna ölvunaraksturs.

Sá var að koma frá Reykjavík og á leiðinni á flugvöllinn þegar hann var stöðvaður. Mikið áfengismagn mældist í honum.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að Einn ferðamaður til viðbótar hafi verið grunaður um ölvunarakstur. Hann var þó undir mörkunum og var sleppt. Þá kom þrisvar sinnum fyrir í vikunni að tjónvaldar í umferðaróhöppum stungu af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×