Fleiri fréttir

Hleypur gegn barnabrúðkaupum

Najmo Cumar Fiyasko er rúmlega tvítug, sómölsk að uppruna en býr nú á Íslandi. Hún flúði til Íslands sextán ára gömul.

Bjarga barnslífum með fræðsluátaki

Læknar, ljósmæður og heilbrigðisstarfsmenn munu taka þátt í nýju fræðsluátaki sem sannað þykir að bjargar barnslífum. Mæðrum verður kennt að þekkja hreyfingar barns síns á seinni hluta meðgöngu. Rúmlega sjötíu manns hlaupa og safna fyrir átakinu.

Sagðir leika leik til að rýra réttindi sjómanna

Sjómannafélag Íslands og fulltrúi Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segja tímabundna ráðningarsamninga til langs tíma óeðlilega. Það rýri réttindi sjómanna. Úrræðið sé leyfilegt til ákveðins tíma en útgerðir nýti sér það í óhófi.

Leiktæki fyrir fötluð börn ítrekað skemmt

Trampólín sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fyrir fötluð börn í Reykjanesbæ, er illa farið. Málið vakið hörð viðbrögð bæjarbúa. Vonast er til að hægt verði að laga leiktækið svo það geti fært fötluðum börnum gle

Á fjórða tug hefur sóst eftir forvarnarlyfjum gegn HIV

Ábatinn af forvarnameðferð gegn HIV-sýkingum sem er nýlega orðin möguleg á Íslandi vegur mun þyngra en kostnaðurinn að sögn smitsjúkdómalæknis. Á fjórða tug hefur nú þegar sótt um að gangast undir meðferðina.

Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli

Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni.

Koma saman til að ræða málefni heimilislausra

Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks.

Grindhval rak á land í Grafarvogi

Margir göngumenn sem leið áttu um fjöruna neðan við Hamrahverfi í Grafarvogi í gær ráku upp stór augu þegar þeir sáu nánast hvítt hræ af litlum hval og töldu að þar væri mjaldur.

Frelsi að koma út úr skápnum

Karen Ósk Magnúsdóttir er í stjórn Hinsegin daga. Hún segir það hafa tekið sig langan tíma að koma út úr skápnum, ekki síst vegna eigin fordóma, en því hafi fylgt mikið frelsi.

Tilefni til að huga að rafmagnsmálum

„Við búum á svæði þar sem náttúruhamfarir af ýmsum toga geta orðið. Þetta rafmagnsleysi gefur okkur tilefni til að fara betur yfir þessi mál í því ljósi. Hvernig við getum undirbúið okkur betur undir hugsanlegt langvarandi rafmagnsleysi í kjölfar náttúruhamfara. Það er eitthvað sem við munum gera.“

Þrítugasta Íslandsför kennara á níræðisaldri

Sem fátækur bóndasonur í Sviss dreymdi Florian Rutz alltaf um að ferðast um norðurslóðir. Nú er þessi fyrrverandi kennari á níræðisaldri og að heimsækja Ísland í þrítugasta sinn.

Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir

Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt.

Sjá næstu 50 fréttir