Innlent

Björgunarsveitin aðstoðaði ungan mann í Skaftafelli

Bergþór Másson skrifar
Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli.
Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Stöð 2 /Arnar Halldórsson.
Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjörg kom slösuðum tvítugum manni til aðstoðar rúmlega þrjá kílómetra norðan við Skaftafell í gærkvöldi. Björgunarskip á Ísafirði var kallað út tvisvar á einum sólahring í gær.

Björgunarsveitinni barst tilkynning um slasaðan ungan mann í nágrenni við Skaftafell. Leitin tók um það bil klukkustund en maðurinn var fundinn af landverði í Skaftafelli á frívakt í göngutúr.

Maðurinn var borinn af um 20 manns um það bil kílómetralengd og þaðan fluttur á sjúkrahús.

Friðrik Jónas Friðriksson, stjórnandi aðgerðarinnar, staðfestir að maðurinn sé ekki alvarlega meiddur.

Björgunarskip á Ísafirði var kallað út í fyrradag vegna aldraðs manns sem hafði slasast og fallið í sjóinn og í gær vegna vélarvana báts við Straumnes.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur staðfest að um enga raunverulega hættu hafi verið um að ræða í báðum útköllum björgunarskipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×