Innlent

Auglýst eftir þjóðgarðsverði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Frá þjóðgarðinum.
Frá þjóðgarðinum.

Staða þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum til næstu fimm ára er auglýst laus til umsóknar í Fréttablaðinu í dag. Einar Á.E. Sæmundsen var settur í stöðuna í fyrrahaust eftir að Ólafur Örn Haraldsson hætti vegna aldurs.

Í auglýsingunni er sagt óskað eftir að ráða „öflugan og framsýnan leiðtoga“. Háskólapróf sem nýtist í starfi er áskilið og framhaldspróf sagt kostur. Þá er sagt æskilegt að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á sviði opinbers reksturs, náttúru, sögu og menningar.

Meðal annarra umsóknarskilyrða er góð hæfni í mannlegum samskiptum og að geta unnið undir álagi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.