Innlent

Tvö útköll vegna elda í Reykjanesbæ

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Gunnlaugsson, slökkviliðsstjóri, segir áðurnefnda saltgeymslu ekki hafa verið í notkun í mörg ár. Hins vegar hafi ávalt verið illa gengið frá því svo fólk komist þar inn.
Jón Gunnlaugsson, slökkviliðsstjóri, segir áðurnefnda saltgeymslu ekki hafa verið í notkun í mörg ár. Hins vegar hafi ávalt verið illa gengið frá því svo fólk komist þar inn. Vísir/Jóhann
Brunavarnir Suðurnesja sendu í kvöld slökkviliðsmenn að aflagðri saltgeymslu í Reykjanesbæ eftir að tilkynnt var um eld þar. Eldurinn reyndist minniháttar en þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum barst tilkynning um eld í gróðri í Bolafæti. Þurftu þeir því að fara rakleiðis af einum vettvangi til annars.

Jón Gunnlaugsson, slökkviliðsstjóri, segir áðurnefnda saltgeymslu ekki hafa verið í notkun í mörg ár. Hins vegar hafi ávalt verið illa gengið frá því svo fólk komist þar inn.

Slökkviliðsmenn hafa þurft að fara þangað nokkrum sinnum á undanförnum árum til að slökkva elda og yfirleitt eru íkveikju að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×