Fleiri fréttir

Að jafnaði fjögur vopnuð útköll á viku

Það sem af er ári hefur sérsveit ríkislögreglustjóra farið í 76 vopnuð útköll. Það samsvarar 4,5 útköllum á viku. Vopnuðum útköllum hefur fjölgað á síðastliðnum áratug.

Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið

Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar.

Sautján hvolpar undan minkalæðu

Sá óvenjulegi atburður gerðist á minkabúi undir Eyjafjöllum að læða gaut sautján hvolpum en yfirleitt eru læðurnar ekki með nema sex til átta hvolpa.

Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja

Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja.

Mikilvægt að gera allt til að koma í veg fyrir vandann

Sýkla­lyfja­ónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, mat­væla­ör­yggi og framþróun í heim­in­um í dag, sam­kvæmt Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­uninni­. Sóttvarnalæknir segir brýnt að ráðast í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.

Setja 575 milljónir í fimm og hálfan kílómetra af hjólreiðastígum

Reykjavíkurborg mun leggja um fimm og hálfan kílómetra af sérstökum hjólreiðastígum víða um borgina í sumar. Er áætlaður kostnaður við lagningu stíganna 575 milljónir króna með hönnun og skiltum en þar af er kostnaðarhlutdeild Reykjavíkurborgar 450 milljónir.

Einar nýr þingflokksformaður Pírata

Einar Brynjólfsson var kjörinn nýr formaður þingflokks Pírata á þingflokksfundi sem lauk fyrr í dag. Hann tekur við af Ástu Guðrúnu Helgadóttur sem steig til hliðar vegna ágreinings um innra starf þingflokksins.

Íslendingar nota 35 milljónir plastpoka á ári

Átakinu „Tökum upp fjölnota“ var hleypt af stað í dag en það er á vegum Pokasjóðs, sem í tvo áratugi hefur haft tekjur af sölu plastpoka, en stefnir nú að því að leggja sjálfan sig niður.

Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu?

Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt.

Varað við stormi á Suðausturlandi

Veðurstofan varar við stormi á Suðausturlandi í kvöld og allra syðst á landinu þar sem meðalvindur gæti náð meira en 20 metrum á sekúndu.

Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld

Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld.

Regla Verndar standi föngum fyrir þrifum og sé gagnslaus

Afstaða vill breyta reglum um afplánun á áfangaheimilinu Vernd, sem eru liður í eftirliti með föngum. Umboðsmaður barna spyr hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglurnar voru settar.

Menntun barna rædd á faglegum forsendum

Reglulega skýtur upp kollinum umræða um að færa menntun fimm ára barna í grunnskólann. Ástæðurnar eru yfirleitt af praktískum toga. Menntun fimm ára barna verður rædd á faglegum forsendum á Grand Hóteli í dag á ráðstefnu í tilefni afmælis Rannung.

Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið

Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust.

Einkareknir fjölmiðlar í mun verri stöðu en áður

Rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mjög undanfarin ár. Stutt er síðan útgáfa Fréttatímans var stöðvuð og Pressan og DV standa höllum fæti. Stjórnmálamenn telja rétt að skoða stöðuna.

Sjá næstu 50 fréttir