Innlent

Landsátak gegn plastpokanotkun: „Á hverri einustu sekúndu er einn plastpoki tekin í notkun hér á landi“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Í dag hófst landsátak gegn plastpokanotkun. Formaður pokasjóðs segir brýnt að draga úr plastpokanotkun Íslendinga en við notum um það við 35 milljón poka á ári.

Fyrsti plastpokinn var framleiddur áÍslandi árið 1968 en hann er enn í náttúrunni þvíþað tekur 100 til 500 ár fyrir plastið að eyðast.

Átakið byrjaði formlega að hádegi í dag þegar klippt var á borða gerðan úr samanbudnum plastpokum fyrir utan Melabúðina. Þar með var landsátaki pokasjóðs hleypt af stokkunum en markmiðið að draga verulega úr notkun Íslendinga á plastpokum.

Plastpokanotkun hér á landi er um það bil 35 milljón pokar áári. Pokanotkun á mann er um það bil 105 pokar. Evrópusambandið setur sér markmið um að náþessari tölu niður í 90 poka áári fyrir árslok 2019.

Verulega hefur dregið úr sölu plastpoka áÍslandi undanfarna mánuði og allt upp í tuttugu prósent í sumum verslunum. Samdráttur hefur þó ekki verið til jafns viðþróunina í nágrannalöndunum.

„Á hverri einustu sekúndu er einn nýr plastpoki tekin í notkun hér á landi. Það eru um hundraðþúsund á dag sem þýðir að við erum búin að taka í notkun einn og hálfan milljarð af pokum síðan pokinn kom fram. Þeir eru notaðir í 25 mínútur en þeir eru allir ennþá til“, segir Bjarni Finnsson, formaður pokasjóðs og bætir við að verslunareigendur séu allir að vilja gerðir til að taka þátt íátakinu.

Notar þú fjölnota poka? „ Jáég geri það en ég basla viðþað að muna eftir þeim en ég er komin með system. Það er að vera með nokkra í bílnum og í vösum hér og þar“,  segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×