Innlent

Gagnrýndi Pírata fyrir að víkja af fundum til að „ræða forystukrísuna“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar gagnrýndi Pírata.
Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar gagnrýndi Pírata. Mynd/Anton Brink

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi þingmenn Pírata í upphafi þingfundar í dag fyrir að víkja af fundum fastanefnda þingsins í morgun.

Sagði hann þingmenn Pírata hafa vikið af fundum fastanefnda þingsins klukkan tíu í morgun.

„Tilefnið varð nokkuð ljóst síðar, það var greinilega verið að ræða forystukrísuna í þingflokki Pírata,“ sagði Pawel en Ásta Guðrún Helgadóttir, sem var þingflokksformaður Pírata, steig til hliðar í dag vegna ágreinings við meirihluta þingflokksins um innri starf þingflokksins.

Þá hætti Björn Leví Gunnarsson einnig í stjórn þingflokksins en á þingflokksfundi Pírata var samþykkt einróma að Einar Brynjólfsson tæki við sem formaður, Birgitta Jónsdóttur yrði varaþingflokksformaður og Smári McCarthy yrði ritari.

Gagnrýndi Pawel þessi vinnubrögð. Taldi hann æskilegt að að forseti Alþingis myndi grípa í taumana og sagði Pawel Pírata ekki sýna fastanefndunum virðingu með því að yfirgefa fundi fastanefnda.

„Mig langar að beina því til hæstv. forseta að hann ítreki það við formenn þingflokka að þingflokkar hagi sínu starfi í þinginu með þeim hætti að það trufli ekki vinnu fastanefnda og að fastanefndum sé sýnd virðing svo að þeir fulltrúar sem þar sitja geti sinnt því lýðræðislega hlutverki sem þeim er ætlað,“ sagði Pawel.


Tengdar fréttir

Einar nýr þingflokksformaður Pírata

Einar Brynjólfsson var kjörinn nýr formaður þingflokks Pírata á þingflokksfundi sem lauk fyrr í dag. Hann tekur við af Ástu Guðrúnu Helgadóttur sem steig til hliðar vegna ágreinings um innra starf þingflokksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira