Fleiri fréttir

Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag

Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram.

500 milljóna endurbætur

Kostnaður vegna endurbóta Faxaflóahafna á Bakkaskemmu við Grandagarð 16, sem nú hýsir Granda mathöll á neðri hæð, nam ríflega 509 milljónum króna, 67 milljónir umfram áætlun.

Mannfjölgun í Malaví 35% á átta árum

Hagstofan í Malaví leiddi framkvæmd manntals í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) með tæknilegum stuðningi Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna. Kostnaðaráætlun fyrir manntalið og úrvinnslu gagna nemur um 22,5 milljónum Bandaríkjadala. Íslensk stjórnvöld leggja fram tæpar eitt hundrað milljónir króna og sá stuðningur mun einkum nýtast við úrvinnslu gagna og uppsetningu gagnamiðlunarkerfis.

Hundruð milljarða safnist á tíu árum

Verði auðlindasjóður stofnaður utan um arðgreiðslur Landsvirkjunar geta safnast í hann tæplega 400 milljarðar króna á tíu árum, samkvæmt nýrri skýrslu.

Verjandi Weinstein að hætta

Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein.

Fyrirlestur um þá sem hirtu herflutningana

Í fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra, sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið, mun Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðingur flytja fyrirlestur um Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991.

Stormur og snjókoma í kortunum

Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Hótaði lögreglu lífláti og kynferðislegu ofbeldi

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Honum var gefið að sök að hafa hótað lögreglumönnum eftir að hafa verið handtekinn í Vestmannaeyjum febrúar á síðasta ári.

Áfram kyrrsett

Dornier-skrúfuþota flugfélagsins Ernis sætti enn kyrrsetningu í gær. Vika er síðan vélin var kyrrsett af Isavia vegna skulda.

Örlögin ráðast í dag

Umræðu um samning ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra við ESB um útgöngu Breta lýkur á breska þinginu í dag og greiða þingmenn atkvæði í framhaldinu.

Störukeppni er til lítils

Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið.

Grikkir ræða um vantraust

Umræða um vantraust á grísku ríkisstjórnina hefst á þinginu í dag. Búist er við að atkvæðagreiðsla fari fram annað kvöld.

„Við höfðum ekki hugmynd um að hún væri ólétt“

Starfsmenn Hacienda Healthcare hjúkrunarheimilisins í Phoenix í Bandaríkjunum höfðu ekki hugmynd um að 29 ára kona, sem hefur verið í dái frá 1992, væri ólétt fyrr en fæðingin hófst í síðasta mánuði.

Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi.

Skapa meiri eitraðan úrgang en ferskt vatn

Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki.

Brýnt að bæta skólphreinsun að mati Umhverfisstofnunar

Afar mikilvægt er að bæta skólphreinsun hér á landi að mati Umhverfisstofnunar til að koma í veg fyrir frekari plastmengun. Í nýlegum rannsóknum fannst plast í sjö af hverjum tíu fýlum og allt að helmingi kræklings.

Þingmenn búa sig undir umræður um veggjöld

Samgönguáætlun, sala ríkisbankanna og átök á vinnumarkaði eru líkleg til að verða stærstu mál Alþingis á næstu vikum. Þrír þingmenn eru enn í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála.

VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum

Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá morðinu á borgarstjóra pólsku borgarinnar Gdansk, Pawel Adamowicz, en hann lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni í gærkvöldi.

Níu umsóknir bárust um styrki úr Samstarfssjóði við atvinnulífið

Samstarfssjóður við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum hefur yfir að ráða allt að 100 milljónum króna. Níu umsóknir bárust til sjóðsins. Áskilið er að styrkt verkefni skuli vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti í fátækum ríkjum heims.

Sjá næstu 50 fréttir