Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá morðinu á borgarstjóra pólsku borgarinnar Gdansk, Pawel Adamowicz, en hann lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni í gærkvöldi. Árásarmaðurinn virtist rekinn áfram af andúð í garð fyrrverandi stjórnmálaflokks borgarstjórans.

Við segjum líka frá því að afar mikilvægt sé að bæta skolphreinsun hér á landi að mati Umhverfisstofnunar til að koma í veg fyrir frekari plastmengun. Í nýlegum rannsóknum fannst plast í sjö af hverjum tíu fýlum og allt að helmingi kræklings.

Kennarar þurfa að fá frið til að sinna námi sínu, segir varaformaður Kennarasambands Íslands sem telur að hugmyndir menntamálaráðherra um niðurfellingu námslána og launað lokaár muni auka aðsókn í námið. Meirihluti námsmanna á seinni stigum leikskólakennaranáms lýkur því á lengri tíma en fimm árum vegna fullrar vinnu með námi.

Þá eru þingmenn að búa sig nú undir umræður um veggjöld en samgönguáætlun, sala ríkisbankanna og átök á vinnumarkaði eru líkleg til að verða stærstu mál Alþingis á næstu vikum. Þrír þingmenn eru enn í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem verða á samtengdum rásum í sjónvarpi, á Bylgjunni og á Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×